Lock iconRectangle 1Rectangle 2 + Rectangle 2 CopyShapeRectangle 1

Bólusetningar

Þarf ég bólusetningu?

 Ef þú hyggst ferðast til annara staða en Evrópu, Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Canada og helstu borga í A-Evrópu þá þarft þú líklega að fá bólusetningu. 

Hvaða bólusetningu þarf ég?

Hægt er að bólusetja við mörgum smitsjúkdómum svo sem: lifrarbólgu A, lifrarbólgu B, stífkrampa og barnaveiki, taugaveiki, mænusótt, kóleru, hundaæði, heilahimnubólgu, lungnabólgu, inflúensu, mislingum, hettusótt, rauðum hundum, hlaupabólu ofl.

Kort WHO af smitsjúkdómum

Hér er hægt að skoða kort frá WHO (World Health Organization) um algengustu smitsjúkdóma og fyrir hvaða lönd bólusetning gagnvart þeim er æskileg.

Hvert leita ég?

Best að mæta tímanlega í bólusetningar og er oft miðað við 6-8 vikum fyrir brottför. Sumar bólusetningar taka tíma til þess að virka og stundum þarf að fara í fleiri en eina sprautu.
Bólusetningar geta verið dýrar en eru nauðsynlegar og hluti af kostnaði við að ferðast.
Til þess að fá ráðleggingar og upplýsingar um nauðsynlegar bólusetningar getur þú haft samband við heimilislækni eða Ferðavernd.