Lock iconRectangle 1Rectangle 2 + Rectangle 2 CopyShapeRectangle 1

Pökkunarlisti

Nauðsynlegt að hafa með:

 

 • Vegabréf
 • Kreditkort, Gott er að hafa tvö kort, annað frá MasterCard og hitt frá Visa, ef annað þeirra skildi ekki virka
 • Bandaríska dollara, það er hægt að skipta þeim yfir í gjaldmiðilinn sem gildir, í flestum löndum
 • Sjúkratryggingakort
 • Bólusetningaskírteini
 • Útprentaðar vegabréfsáritanir eða í Pdf formi á spjaldtölvunni eða í símanum
 • Farmiðar (Oftast nóg að vera með vegabréf og bókunarnúmer)
 • Passamyndir í nokkrum stærðum. Hægt er að fá þær á Hlemmi án tímapantana.
 • Sími og Íslenskt SIM-kort í reikning fyrir neyðartilfelli (mælum með Vodafone, það virkar í flestum löndum)

 

Til þess að gera lífið auðveldara er gott að hafa:

 • Síma hjá Sendiráði í viðkomandi landi
 • Ökuskírteini
 • Skólaskírteini (veitir afslætti víða)
 • Dagpoka, bakpoka sem fer lítið fyrir og hægt er að nota fyrir dagsferðir
 • Dagbók, penna og límstifti, ef planið er að halda ferðadagbók
 • Magaveski
 • Myndavél
 • Auka batterí fyrir myndavél
 • Minniskort. Betra að hafa nokkur með 4gb minni, ef myndavélinni er stolið glatast ekki allar myndirnar
 • Snjallsíma eða spjaldtölvu með wifi
 • Hleðslutæki
 • Kodda- og sængurver -Gott að sofa inn í sængurverinu ef svefnplássið er skítugt
 • Svefnpoka -Ef ferðast er til kaldra landa
 • Lítið saumasett, nálar og tvinna
 • Eyrnatappa
 • Heyrnatól
 • iPod
 • Spilastokk
 • Naglaklippur
 • Hárbusta
 • Hárteygjur
 • Tannbursta
 • Tannþráð
 • Tannkrem
 • Varasalva
 • Lítið vasaljós
 • Sjampó
 • Hárnæringu
 • Sápustykki
 • Rakakrem
 • Margnota plasthnífapör
 • Föt eftir veðri
 • Nóg af nærbuxum, því það gefst ekki tími til að þrífa á hverjum degi
 • Föðurlandið, þó svo að þið séuð að ferðast til heitra landa, þá getur orðið kalt á næturna
 • Derhúfa, til að hlífa höfðinu fyrir sólinni og sólsting